Sprengja sem skilin var eftir á kyrrstæðum bíl í Gladsaxe í Danmörku hefur nú verið hefur verið gerð óvirk. Unnið er að rannsókn málsins
Um miðjan dag barst lögreglu tilkynning þess efnis að hlutur sem gæti verið sprengja lægi ofan á kyrrstæðum bíl við Gyngemose Parkvej í bænum. Lögregla og og sprengjusérfræðingar voru þegar kölluð til, svæðið afmarkað og íbúar í nærliggjandi húsum voru beðnir að yfirgefa heimili sín.
Knud Stadsgaard, yfirmaður í lögreglunni segir lögreglu hafa fulla stjórn á aðstæðum. Hann segir grun af þessu tagi tekinn mjög alvarlega og því hafi fjöldi lögreglumanna verið kallaður til og hús rýmd. Rannsókn er jafnframt hafin á því hver eða hverjir gætu hafa skilið hina meintu sprengju eftir.
Íbúar fá að snúa til síns heima eins fljótt og verða má.