Sporið í upphafi verkefnisins
Stefán Gíslason og Birna Hallsdóttir sérfræðingar hjá ráðgjafarfyrirtækinu Environice eru búin að liggja yfir Excel-skjölunum sem fjölskyldurnar fjórar fylltu út; akstrinum þeirra, mataræðinu og ýmsum kaupum síðastliðið ár. Hér er hægt að skoða kolefnisspor fjölskyldnanna eins og þau litu út þegar verkefnið hófst í byrjun október 2020. Birna og Stefán skoðuðu losun þeirra fyrstu átta mánuði ársins og áætluðu árslosun út frá því.
Í þriðja þætti af Loftslagsdæminu er farið yfir helstu losunarþætti fjölskyldnanna. Í þættinum er líka kafað ofan í hugtakið kolefnisspor, fjallað um aðferðafræði Birnu og Stefáns og annarra sem reikna kolefnisspor og skoðað hvers vegna kolefnisspor er ekki það sama og kolefnisspor.
Í lokaþætti Loftslagsdæmisins í febrúar kemur í ljós hvort fjölskyldunum tókst ætlunarverk sitt, að minnka losunina um 25%.