Ítalsk-bandaríska bílaframleiðslufyrirtækið Fiat/Chrysler og franski framleiðandinn PSA undirrituðu samrunasamning í dag. Samningaviðræður hafa staðið vel á annað ár.
PSA framleiðir Opel, Peugeot og Citroën en sameinað fyrirtæki fær heitið Stellantis og verður fjórði stærsti bílaframleiðandi heims. Heildarverðmæti nýja fyrirtækisins er talið nema 43 milljörðum evra, jafnvirði 6.700 milljarða króna.
Búist er við að með sameiningunni verði grundvöllur fyrir því að sækja fram á rafbílamarkaði í samkeppni við stærri fyrirtæki á borð við Toyota og Volkswagen.