Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sænsk kona á níræðisaldri grunuð um morð

16.01.2021 - 05:50
Mynd með færslu
 Mynd: SVT
Kona á níræðisaldri var handtekin í Stokkhólmi í gær, grunuð um morð. Karlmaður á svipuðum aldri fannst látinn í húsi í suðvestanverðri borginni. Fréttastofa sænska ríkissjónvarpsins SVT hefur eftir lögreglu að ummerki á vettvangi bendi til þess að maðurinn hafi verið myrtur. Konan sem var handtekin var á staðnum þegar lögregla kom. Rannsókn er hafin á tildrögum morðsins, og er rannsóknardeild lögreglunnar á vettvangi glæpsins.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV