Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Öflugur eftirskjálfti í Indónesíu

16.01.2021 - 07:41
Erlent · Hamfarir · Asía · Indónesía
epaselect epa08940827 Members of Indonesia's National Search and Rescue Agency (BASARNAS) and volunteers search for survivors and victims under the rubble of a collapsed building in the aftermath of an earthquake in Mamuju, West Sulawesi, Indonesia, 16 January 2021. At least 42 people died and hundreds were injured after a 6.2 magnitude earthquake struck Sulawesi island on 15 January.  EPA-EFE/OPAN BUSTAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Öflugur eftirskjálft af stærðinni fimm skók eyjuna Sulawesi á Indónesíu í morgun. Leit stendur enn yfir í rústum sem jarðskjálfti af stærðinni 6,2 skildi eftir sig í héruðunum Mamuju og Majene í Vestur-Sulawesi í gær. 45 hafa fundist látnir og hundruð eru slösuð. Um 15 þúsund manns hafa flúið heimili sín. 

Skjálftinn í gær skemmdi yfir 300 heimili, tvö hótel og gjöreyðilagði sjúkrahús og ráðhús borgarinnar Mamuju.

Fréttastofa Reuters hefur eftir Dwikorita Karnawati, yfirmanni veður- og jarðfræðistofnunar Indónesíu að líkur séu á öðrum skjálfta, sem gæti orðið allt að sjö að stærð. Fólk er því beðið að koma sér frá strandhéruðum vegna mögulegrar hættu á stórflóði.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV