Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Kjörstjórn lýsir Museveni sigurvegara forsetakosninga

16.01.2021 - 13:43
epa08936649 (FILE) - Uganda President Yoweri Museveni (C), looks on after attending the inauguration of the 9th African, Caribbean and Pacific (ACP) Summit of Heads of State and Government at the Kenyatta International Convention Centre (KICC), in Nairobi, Kenya, 09 December 2019 (reissued 14 January 2021). The Ugandan presidential elections takes place on 14 January 2021, with 38-year-old pop star Robert Kyagulanyi, known by his stage name Bobi Wine, emerging as the top opposition challenger against incumbent Ugandan president Museveni, who has been President since 1986.  EPA-EFE/DANIEL URUNGU
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Staðfest er að Yoweri Museveni forseti Úganda hafði betur gegn Bobi Wine, keppinaut sínum í kosningnum þar í landi. Hann hefur þar með sjötta kjörtímabil sitt en hann hefur verið forseti frá 1986.

Museveni, sem er 76 ára, var virkur í uppreisnarhreyfinum sem steyptu forsetunum Idi Amin og Milton Obote af stóli. Simon Mugenyi Byabakama, formaður yfirkjörstjórnar í landinu tilkynnti fyrr í dag að Museveni hefði hlotið 58,6% prósent atkvæða gegn 34,8% atkvæðahlutfalli Wines.

Kjörsókn var 57,2% en alls eru skráðir kjósendur í Úganda næstum 18 milljónir. Byabakama hvetur Úgandamenn til stillingar og að sætta sig við niðurstöður kosninganna. Hann brýnir fyrir landsmönnum að halda fagnaðarlátum einnig í lágmarki vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.

Wine er 38 ára fyrrverandi poppstjarna sem naut hylli ungra kjósenda í Úganda sem krefjast þjóðfélagsbreytinga. Wine lýsti yfir sigri á föstudag og segir niðurstöður kosninganna vera tómt svindl. Kosningabaráttan var háð í skugga árása á fjölmiðla og handtaka stjórnarandstöðufólks.

Að minnsta kosti 54 féllu í átökum sem brutust út meðan á mótmælum stóð í nóvember síðastliðnum.