
Museveni, sem er 76 ára, var virkur í uppreisnarhreyfinum sem steyptu forsetunum Idi Amin og Milton Obote af stóli. Simon Mugenyi Byabakama, formaður yfirkjörstjórnar í landinu tilkynnti fyrr í dag að Museveni hefði hlotið 58,6% prósent atkvæða gegn 34,8% atkvæðahlutfalli Wines.
Kjörsókn var 57,2% en alls eru skráðir kjósendur í Úganda næstum 18 milljónir. Byabakama hvetur Úgandamenn til stillingar og að sætta sig við niðurstöður kosninganna. Hann brýnir fyrir landsmönnum að halda fagnaðarlátum einnig í lágmarki vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.
Wine er 38 ára fyrrverandi poppstjarna sem naut hylli ungra kjósenda í Úganda sem krefjast þjóðfélagsbreytinga. Wine lýsti yfir sigri á föstudag og segir niðurstöður kosninganna vera tómt svindl. Kosningabaráttan var háð í skugga árása á fjölmiðla og handtaka stjórnarandstöðufólks.
Að minnsta kosti 54 féllu í átökum sem brutust út meðan á mótmælum stóð í nóvember síðastliðnum.