Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Breska afbrigði kórónuveirunnar greinist í Argentínu

epa08707076 A doctor checks a COVID-19 patient in the Intensive Care Unit at a hospital in Buenos Aires, Argentina, 29 September 2020. The Government of Argentina launched a detection plan in the province of Santa Fe, to find people infected with the virus as well as those who came in close contact with them. The program includes the optimization of intensive care units. The plan, launched in Buenos Aires at the beginning of the pandemic, is now spreading to provinces such as Santa Fe, one of the districts where the virus is spreading at a faster rate.  EPA-EFE/Juan Ignacio Roncoroni
 Mynd: epa
Argentínsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að fyrsta tilfelli hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar hefði greinst þar í landi. AFP-fréttastofan greinir frá að smitið greindist í manni sem flaug seint í desember til Argentínu frá Bretlandi. Breska afbrigðið er talið vera mun meira smitandi en önnur.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti um þetta nýja afbrigði veirunnar um miðjan desember og síðan þá hefur það fundist í tugum landa, þar á meðal á Íslandi.

Á vef landlæknisembættisins segir að afbrigðið einkennist af óvenjumörgum stökkbreytingum á gaddapróteini veirunnar (e. spike protein) auk annarra stökkbreytinga.

Sömuleiðis að þó viðbúið sé og vitað að endurteknar stökkbreytingar verði á veirum sem leiði til nýrra afbrigða, gefi fyrstu rannsóknir í Bretlandi til kynna að þetta tiltekna afbrigði smitist frekar en fyrri afbrigði.

Tæplega 1,8 milljónir hafa greinst með COVID-19 í Argentínu og ríflega 45 þúsund hafa látist síðan í mars. Í liðinni viku vöruðu yfirvöld við aukinni útbreiðslu og tóku fyrir næturskemmtanir og að fleiri en tíu kæmu saman í senn. Nú hefur beint flug frá Bretlandi til Argentínu verið bannað.