Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sjúkrahús hrundi í snörpum skjálfta í Indónesíu

15.01.2021 - 02:45
epa08938237 A handout picture made available by the Indonesian National Search and Rescue Agency (BASARNAS) shows rescuers searching for victims under the rubble of a collapsed building following a 6.2 magnitude earthquake in Mamuju, West Sulawesi, Indonesia, 15 January 2021. At least three people were killed and dozens injured.  EPA-EFE/BASARNAS/HANDOUT BEST QUALITY AVAILABLE HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BASARNAS
Að minnsta kosti 34 eru látnir og tugir slasaðir eftir að harður jarðskjálfti skók Sulawesi í Indónesíu í nótt að staðartíma. Stórar byggingar hrundu í skjálftanum, þeirra á meðal sjúkrahús. AFP fréttastofan hefur eftir björgunarmanni að tugir sjúklinga og starfsmanna sitji fastur undir rústum sjúkrahússins.

 Björgunarfólk vinnur hörðum höndum við að finna fólk í rústunum. Haft er eftir Ali Rahman, yfirmanni björgunarsveitar í Mamuju, að 26 hafi fundist látnir í borginni. Átta til viðbótar hafa fundist á svæði sunnan við borgina. AFP fréttastofan segir skjálftann hafa átt upptök sín um 36 kílómetrum suður af Mamuju, höfuðborg Vestur-Sulawesi. Hann mældist 6,3 að stærð.

Indónesía er á virku jarðhræringasvæði sem jafnan er kallað „Eldhringur" Kyrrahafsins. Árið 2018 olli jarðskjálfti af stærðinni 7,5 flóðbylgju sem varð yfir fjögur þúsund manns að bana á Sulawesi. 

Fréttin var uppfærð klukkan 05:44.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV