Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Hollenska ríkisstjórnin biðst lausnar

15.01.2021 - 13:45
epa08939027 Dutch resigning Prime Minister Mark Rutte during the press conference in The Hague, The Netherlands, 15 January 2021, after the resignation of the cabinet due to the childcare allowance affair, in which tax officials falsely accused thousands of parents of fraud and ordered them to repay childcare benefits.  EPA-EFE/BART MAAT
 Mynd: EPA-EFE - ANP
Hollenska ríkisstjórnin baðst lausnar í dag vegna hneykslismáls sem varðar barnabótakerfi landsins. Skattayfirvöld kröfðu þúsundir foreldra um að endurgreiða ríkinu ofreiknaðar barnabætur, sem leiddu að sögn hollenskra fjölmiðla til þess að fjöldi fólks lenti í alvarlegum fjárhagsvandræðum.

Mark Rutte forsætisráðherra var andvígur því að slíta stjórnarsamstarfinu, þar sem Holland þyrfti á pólitískum stöðugleika að halda vegna COVID-19 faraldursins. Tveir mánuðir eru til þingkosninga í landinu. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV