Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Fimm alls konar lög fyrir helgina

Mynd með færslu
 Mynd: Method Records - slowthai, A Rocky - MAZZA

Fimm alls konar lög fyrir helgina

15.01.2021 - 12:00

Höfundar

Blandan er að þessu sinni í fjölbreyttari kantinum. Fyrst til leiks er Celeste sem vann besta nýliðann á Brit-verðlaununum og BBC á síðasta ári. Þaðan förum við í samstarf Slowthai við kærastann hennar Rihönnu. Næstir eru takta- og teknókóngarnir Madlib og Four Tet með huggulega sálarneglu. Og síðastar en ekki sístar eru síðan indie-folk-prinsessurnar Phoebe Bridgers og Taylor Swift sem er með Haim-systur með sér.

Celeste – Love Is Back

Það eru nokkur orðin frekar spennt fyrir nýju og fyrstu stóru plötunni hennar Celeste sem kemur í lok febrúar og hún jók bara á spennuna með nýjasta laginu sínu, Love Is Back. Lagið var frumflutt hjá Jools Holland á gamlársdag og er í gamaldags Neo-Soul-stíl og gæti jafnvel verið sungið af draugi Amy Winehouse, ef einhver tryði á svoleiðis á árinu 2021.


Slowthai ft. A$AP Rocky – MAZZA

Prakkarinn hann Slowthai átti án nokkurs vafa suma af bestu sprettum ársins 2020 og byrjaði nýja árið með samstarfi við nýja kærastann hennar Rihönnu, A$AP Rocky í laginu MAZZA. Lagið verður að finna á nýrri plötu breska rapparans Tyron - sem kemur út í besta mánuði ársins, fáránlega frábærum febrúar.


Madlib – Road of the Lonely Ones

Taktameistarinn Madlib sendi frá sér Road of the Lonely Ones um miðjan desember af því að hann vill gera lífið smá erfitt. Lagið verður að finna á plötu sem hann hefur verið að föndra með Four Tet og heitir Sound Ancestors. Eins og nafnið og lagið gefa til kynna er sú smíðuð í kringum gömul og gleymd sálarsömpl sem eiga, þegar allt kemur saman, að vinna sem ein heild.


Taylor Swift ft. HAIM – No body, no crime

Annar söngull af Evermore-plötu Taylor Swift er No body, no crime sem gæti verið titill á gömlu House of Pain lagi þar sem Írarnir fara á kostum í kennarahlutverki sínu í glæpum og refsingu. En það er ekki svo, við erum að tala um áframhaldandi samstarf Taylor Swift við Aaron Dressner úr National og krydd frá Haim-systrum sem rokka mæk. Fátt sem gæti klikkað hér.


Phoebe Bridgers – Savior Complex

Áfram með fold-indie því Phoebe Bridgers sendi frá sér lagið Savior Complex ásamt huggulegu myndbandi í byrjun desember. Þetta gerði hún væntanlega til að fylgja eftir Grammy-tilnefningu fyrir plötu sína Punisher sem nefndinni þótti vera með þeim bestu á síðasta ári rétt eins og gagnrýnendum á stærstu tónlistarmiðlum heimsins.


Fimman á Spottanum