Celeste – Love Is Back
Það eru nokkur orðin frekar spennt fyrir nýju og fyrstu stóru plötunni hennar Celeste sem kemur í lok febrúar og hún jók bara á spennuna með nýjasta laginu sínu, Love Is Back. Lagið var frumflutt hjá Jools Holland á gamlársdag og er í gamaldags Neo-Soul-stíl og gæti jafnvel verið sungið af draugi Amy Winehouse, ef einhver tryði á svoleiðis á árinu 2021.