Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

COVID-19 hefur dregið yfir tvær milljónir til dauða

epa08934247 NHS staff stand outside the Royal London hospital in London, Britain, 13 January 2021. Britain's national health service (NHS) is coming under sever pressure as COVID-19 disease related hospital admissions continue to rise across the UK.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfir tvær milljónir hafa látist af völdum COVID-19 samkvæmt samantekt sem AFP-fréttastofan gerði í gær. Opinberar tölur sýna að ríflega 93 milljónir hafa greinst með sjúkdóminn.

Langflest hafa andast í Bandaríkjunum eða tæp 390 þúsund, Brasilía fylgir í kjölfarið með 207 þúsund dauðsföll og tæp 152 þúsund Indverja eru látin af völdum COVID-19.

Í umfjöllun AFP-fréttastofunnar segir að líklegt sé að fjöldi látinna sé stórlega vanáætlaður en tölurnar byggja á upplýsingum heilbrigðisyfirvalda í hverju landi. Þannig er ekki tekið tillit til endurskoðaðra talna frá tölfræðistofnunum.

Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar hvetur öll ríki heims til að taka þátt í bólusetningarherferð næstu 100 daga en þegar hafa tæplega 36 milljónir verið bólusettar í 58 löndum og landsvæðum.