Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Biden lofar að bæta í við bólusetningar

epa08938207 A frame grab from a handout video released by the Office of the President Elect shows US President-Elect Joseph R. Biden speaking during a press conference in Wilmington, Delaware, USA, 14 January 2021. US President-Elect Joseph R. Biden announces his 'American Rescue Plan.'  EPA-EFE/OFFICE OF THE PRESIDENT ELECT /  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - OFFICE OF THE PRESIDENT ELECT
Joe Biden, viðtakandi forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að ríkisstjórn hans myndi veita auknu fjármagni til uppbyggingar á sérstökum bólusetningarstöðvum.

Það segir hann nauðsynlegt svo hægt verði að hraða bólusetningum gegn COVID-19 í landinu. Sömuleiðis segir Biden ætlunina að koma á fót hreyfanlegum bólusetningarstöðum og sjá til þess að hægt verði að ráða 100 þúsund heilbrigðisstarfsmenn til að annast bólusetningar og smitrakningu.