Úgandamenn ganga að kjörborði í dag

14.01.2021 - 08:18
Erlent · Afríka · Úganda
Ugandans wait to vote in Kampala, Uganda, Thursday, Jan. 14, 2021. Ugandans are voting in a presidential election tainted by widespread violence that some fear could escalate as security forces try to stop supporters of leading opposition challenger BobiWine from monitoring polling stations.(AP Photo/Jerome Delay)
Biðraðir voru við kjörstaði í Kampala, höfuðborg Úganda, í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Mikil öryggisgæsla er í Úganda í dag þar sem fram fara þing- og forsetakosningar. Yoweri Museveni, forseti Úganda, sækist eftir endurkjöri sjötta kjörtímabilið, en hann hafur verið við völd síðan 1986.

Helsti keppinautur hans er söngvarinn og þingmaðurinn Bobi Wine. Tíu aðrir frambjóðendur eru ekki taldir eiga neinn möguleika.

Kjörstaðir voru opnaðir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma, en kjörfundi lýkur á hádegi. Búist er við að úrslit verði kunn á laugardag. Átján milljónir manna eru á kjörskrá.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV