Tíu þúsund dauðsföll í Svíþjóð af völdum COVID-19

14.01.2021 - 13:51
A medical staff tends to a patient inside the COVID-19 intensive care unit at the San Filippo Neri hospital in Rome, Tuesday, Nov. 3, 2020. Italy has registered its highest one-day increase in COVID-19 deaths in six months, with 353 more deaths in the last 24 hours, according to Health Ministry figures on Tuesday. (Cecilia Fabiano/LaPresse via AP)
 Mynd: AP - LaPresse
COVID-19 farsóttin hefur dregið yfir tíu þúsund sjúklinga til dauða í Svíþjóð. Heilbrigðisyfirvöld í Stokkhólmi greindu frá því í dag að 351 hefði látist síðastliðinn sólarhring. Fjöldinn er þar með kominn í 10.185.

Frá því að faraldurinn braust út hafa hátt í 519 þúsund kórónuveirusmit verið greind í landinu, þar af 6.580 síðasta sólarhringinn. 365 sjúklingar liggja á gjörgæsludeildum. Þeim hefur fækkað um þrjá síðan í gær. 

Í gær höfðu tæplega áttatíu þúsund Svíar verið bólusettir við kórónuveirunni. Það eru núll komma átta prósent landsmanna.