Mikil hálka er nú á höfuðborgarsvæðinu og verið er að salta helstu aðalleiðir. Þröstur Víðisson, yfirverkstjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar biðlar til vegfarenda að fara með gát. „Þetta er stórhættulegt, sérstaklega vegna þess að þetta sést svo illa,“ segir Þröstur.