Mynd: Landspítalinn

Starfsfólk krabbameinsdeildar LSH ekki með COVID-19
14.01.2021 - 15:40
Allt það starfsfólk blóð- og krabbameinslækningadeildar Landspítalans sem fór í COVID-skimun í morgun eftir að sjúklingur á deildinni greindist með COVID-19 hefur fengið neikvætt svar. Enn er beðið eftir niðurstöðum úr skimun sjúklinga en samkvæmt upplýsingum frá spítalanum má búast við að þær liggi fyrir um fjögurleytið í dag.
Eftir að þær niðurstöður berast verða teknar ákvarðanir um stöðu og starfsemi deildarinnar; til dæmis hvort hún verði opnuð á ný.
Sjúkrahúsið á Ísafirði hefur verið fært á hættustig vegna kórónuveirusmitsins sem greindist á blóð- og krabbameinsdeild Landspítalans í gær. Smitaði sjúklingurinn sem liggur á spítalanum í Reykjavík hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þar hafa nokkrir verið sendir í sóttkví og nú er beðið eftir niðurstöðum úr skimun.