Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Smit í herbúðum Slóvena við komuna til Kaíró

epa08141692 Hungary's Zsolt Balog (2-L) in action during the Men's EHF EURO 2020 Handball main round match between Slovenia and Hungary, in Malmo, Sweden, 19 January 2020.  EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT NEWS AGENCY

Smit í herbúðum Slóvena við komuna til Kaíró

14.01.2021 - 15:29
Tveir leikmenn Slóvenska handboltaliðsins greindust með COVID-19 í skimun á flugvellinum við komuna til Kaíró. Slóvenía leikur sinn fyrsta leik á mótinu í dag.

Kórónuveiran hefur nú þegar valdið töluverðum usla í aðdraganda mótsins en bæði Tékkland og Bandaríkin þurftu að draga sig úr keppni á mótinu vegna fjölda smita í leikmannahópum liðanna. Nú hafa tveir leikmenn greinst með veiruna í liði Slóvena en samkvæmt danska miðlinum TV2 eru það þeir Urh Kast­elic og Til­en Kodrid.

Slóvenía mætir Suður-Kóreu í fyrsta leik liðanna í H-riðli kl. 17 en óvíst er hvort þetta hafi einhver áhrif á leikinn.

Tengdar fréttir

Handbolti

Bandaríkjamenn draga lið sitt úr keppni

Handbolti

Tékkland ekki með á HM - Norður-Makedónía kemur inn