Hópur sérfræðinga á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kom til Wuhan í Kína í morgun til að rannsaka uppruna kórónuveirufaraldursins sem blossaði upp fyrir rúmu ári. Þeir verða fyrst í hálfs mánaðar sóttkví á hóteli áður en þeir geta hafið störf.