
Garðyrkjuskólinn skilinn frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Gera þríhliða samning
Það er Bændablaðið sem greinir frá þessu í dag en þar kemur fram að í bréfi sem ráðherra sendi rektor Landbúnaðarháskólans segi að að stefnt sé að því að gera sérstakan þríhliða samning um yfirfærslu námsins á milli LbhÍ, FSU og mennta- og menningarmálaráðuneytis.
„Tilfærslan er flókið verkefni“
Guðríður Helgadóttir, starfsmenntanámsstjóri og starfsmaður á Reykjum, segist í samtali við Bændablaðið fagna tilfærslunni. „Um leið og ég fagna því að ráðherra sé búinn að taka ákvörðun um að færa starfsmenntanám í garðyrkju og skyldum greinum undan stjórn LbhÍ er ljóst að tilfærslan er flókið verkefni sem þarf að leysa í góðri sátt við námið á Reykjum og atvinnulíf garðyrkjunnar,“ segir Guðríður.
Leggja áherslu á að efla rannsóknir og nýsköpun
Þá er haft eftir Ragnheiði Þórarinsdóttur, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands að lögð verði áhersla á nýsköpun og rannsóknir. „Samhliða þessu er lögð áhersla á að efla rannsóknir og nýsköpun á vegum LbhÍ,“ segir Ragnheiður í samtali við blaðið.