Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Fjöldaréttarhöld í Kambódíu

14.01.2021 - 08:38
Erlent · Asía · Kambódía
epa08936448 Former activists of the opposition Cambodia National Rescue Party (CNRP) sit in a police truck as they arrive at the Municipal Court in Phnom Penh, Cambodia, 14 January 2021. The Municipal Court started the first phase trial on more than 100 former opposition Cambodia National Rescue Party (CNRP) officials and activists, charged with incitement to commit a felony and plotting to overthrow the government.  EPA-EFE/MAK REMISSA
Sakborningar fluttir í réttarsal í morgun. Mynd: EPA-EFE - EPA
Í morgun hófust í Kambódíu réttarhöld yfir tugum stjórnarandstæðinga sem ákærðir eru fyrir undirróður og landráð. Réttarhöldin fara fram fyrir luktum dyrum.

Þau tengjast meðal annars tilraunum stjórnarandstöðuleiðtogans Sams Rainsy til að snúa aftur heim fyrir tveimur árum, en hann hefur dvalið í útlegð í Frakklandi síðan 2015. Margir sakborningar eru ákærðir fyrir að deila stuðningsyfirlýsingum við Rainsy á samfélagsmiðlum.

Sakborningar eru félagar í Endurreisnarflokknum sem bannaður var fyrir kosningarnar í landinu 2018. Kem Sokha, leiðtogi flokksins, og margrir flokksfélagar hans voru þá handteknir.

Þjóðarflokkur Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu, hlaut öll þingsætin í kosningunum 2018, en Hun Sen hefur verið við völd í Kambódíu síðan í desember 1984. 

 

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV