Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Skemmdir unnar á nýsjálenska þinghúsinu

13.01.2021 - 05:17
epa00184028 Wellington, May 03, 2004. A Chilean flag flies next to the New Zealand Flag outside Parliament buildings in Wellington Monday 03 May 2004 during the visit of Chilean President Ricardo Lagos.  EPA/Marty Melville AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA
Það er víðar en í Bandaríkjunum sem ráðist er á eða í þinghús. Ríflega þrítugur karlmaður réðist með exi á þinghúsið í Nýja Sjálandi snemma í morgun að staðartíma, eða um miðjan dag í gær að íslenskum tíma. Maðurinn var einn á ferð og olli talsverðum skemmdum á húsinu.

Enginn þingmaður var í hættu þar sem þeir eru allir í sumarfríi um þessar mundir. Maðurinn braut rúður í fimm glerhurðum.

Að sögn Guardian er sjaldan ráðist á þinghúsið í Wellington, hús sem jafnan er kallað býflugnabúið af heimamönnum. Þinghúsið er í miðborg Wellington, og ganga margir stjórnmálamenn eða hjóla til vinnu. Ráðist var á ráðherrann James Shaw árið 2019 þegar hann gekk í áttina að þinghúsinu. Það var fyrsta árásin á stjórnmálamann í Nýja Sjálandi í áratugi. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV