
Rýmingu ekki aflétt en hreinsunarstörf ganga vel
Hvenær rýmingu verður aflétt mun ráðast af hversu vel veðurspá gengur eftir og hvernig vinnu við gerð varnargarðsins miðar.
Náttúrulegar varnir eru við Múla en engu að síður þykir rétt að aflétta ekki rýmingu þar heldur vegna úrkomuspár fyrir laugardag. Það verði gert samhliða afléttingu rýmingar í Fossgötu. Vonir standa til að hvoru tveggja geti gerst á sunnudag eða mánudag, segir í tilkynningu.
Enn er unnið að mælingum utan við skriðu, við Stöðvarlæk, vegna sprungna meðal annars sem myndast hafa á svæði sem tengist stóru skriðunni sem féll 18. desember. Ekki er talið ráðlegt að aflétta rýmingu þar fyrr en frekari mælingar og greiningar liggja fyrir.
Samráðsfundur lögreglunnar á Austurlandi, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands og Múlaþings var í dag. Fjallað var um stöðu rýminga, almannavarnastig, veðurspá næstu daga og fleira.