Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Píkurósir á dekkjaverkstæðinu

Mynd: - / Listasafn ASÍ

Píkurósir á dekkjaverkstæðinu

13.01.2021 - 10:02

Höfundar

Listasafn ASÍ hleypti af stokkunum nýrri tegund vinnustaðasýninga í desember undir nafninu Bibendum en þar sýna listamenn verk sín á dekkjaverkstæðum.

 Á Gúmmívinnustofunni í Skipholti opnaði Eygló Harðardóttir sýninguna Vísbendingar en Kristín Gunnlaugsdóttir er með sýninguna Gimsteinar í Nesdekk á Fiskislóð.

„Það hefur löngum verið draumur hjá mér að sýna á dekkjaverkstæði,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir, sem var ekki lengi að sækja um þegar Listasafn ASÍ auglýsti eftir listamönnum til að taka þátt í þessum nýju vinnustaðasýningum. 

Listasafn ASÍ hleypti af stokkunum nýrri tegund vinnustaðasýninga í desember undir nafninu Bibendum en þar sýna listamenn verk sín á dekkjaverkstæðum.
Kristín Gunnlaugsdóttir er með sýninguna Gimsteinar í Nesdekk á Fiskislóð.
 Mynd: Menningin - RÚV

„Verkin þurfa að passa inn í samhengið og rýmið sem er dekkjaverkstæðið. Maður setur kannski ekki hvað sem er innan um dekk og olíur nema það eigi þangað beint erindi. Mér fannst mín verk, sem snúa að hinni kvenlægu veröld og eru unnin með þessari fínlegu tækni, mynda skemmtilega andstöðu við þetta grófa karllæga umhverfi.  

Í biðsal Nesdekkja hefur Kristín komið fyrir mynd af konu með risavaxin brjóst en í vélasalnum eru myndir unnar úr tré og blaðgulli í evrópskum helgimyndastíl miðalda. Tvær myndanna eru svokallaðar píkurósir, sem Kristín hefur unnið með og sú þriðja er sjálfsmynd af listakonunni sem beinagrind.  Kristín segir meðvitað vera að kallast á við gömlu hefð að hafa myndir fáklæddum konum á bílaverkstæðum. 

„Jú, það blandast inn í, dagatalahefðin hefur löngum verið ásteytingarsteinn milli femínísta og þessara karllægu vinnustaða. Ég er í sjálfu sér ekki með ádeilu á það heldur set bara þessi sterku kvænlægu tákn inn á vinnugólfið. Þetta hangir ekki til  hliðar inn á kaffistofu heldur kanna ég hvað gerist ef maður mætir bara beint á vinnugólfið og er í beinu samtali við mennina sem vinna þar.“ 

Listasafn ASÍ hleypti af stokkunum nýrri tegund vinnustaðasýninga í desember undir nafninu Bibendum en þar sýna listamenn verk sín á dekkjaverkstæðum.
Kristín Gunnlaugsdóttir er með sýninguna Gimsteinar í Nesdekk á Fiskislóð.
 Mynd: Menningin - RÚV

Og starfsmennirnir hafa tekið verkunum vel.   

„Þeir vildu bara heyra nákvæmlega hvað þetta var, það þýddi ekkert að pukrast neitt með það. Og þeir skildu þetta bara mjög vel og fannst gaman hvað ég var himinlifandi með árangurinn. Ég held að það hafi komið þeim skemmtilegast á óvart.“  

Fjallað var um sýningu Kristínar í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan. 

Tengdar fréttir

Myndlist

Píka er tabú þar til hún hættir að vera tabú

Myndlist

Ofursvart, leður, hárkollur og barokk