Navalny kveðst ætla heim á sunnudag

13.01.2021 - 09:53
epa08934340 Russian Opposition activist Alexei Navalny attends a rally in support of opposition candidates in the Moscow City Duma elections in downtown of Moscow, Russia, 20 July 2019 (reissued 13 January 2021). Navalny on 13 January 2021 stated on his Twitter account that he plans to travel to Moscow on Sunday, 17 January 2021.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
Alexei Navalny. Mynd: EPA-EFE - EPA
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny tilkynnti í morgun að hann ætlaði að halda heim til Rússlands á sunnudag. Hann ætti bókað flug frá Berlín þann dag. 

Navalny veiktist alvarlega í flugi á leið frá Síberíu til Moskvu í ágúst á nýliðnu ári. Flugvélinni var þá flogið til borgarinnar Omsk þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús. Þaðan var farið með hann á sjúkrahúsi í Þýskalandi. 

Navalny og stuðningsmenn segja útsendara stjórnvalda í Kreml hafa byrlað honum eitur að fyrirskipun Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands.

Þeir hafa sakað stjórnvöld í Kreml um að reyna að hindra heimkomu Navalnys með því að hóta honum fangelsisvist, en í gær var lögð fyrir dómstól í Moskvu krafa um að skilorðsbundinn dómur sem hann hlaut árið 2014 yrði breytt í fangelsisvist á þeim forsendum að hann hefði rofið skilorð með dvöl sinni í útlöndum.