Á rúmlega þrjátíu ára ferli hefur Haraldur Jónsson gert svæðið á milli hins venjulega og óvenjulega að leikvelli sínum. Öll hans helstu höfundareinkenni eru til staðar á nýju sýningunni í Berg Contemporary, sem er nánast eins og óbeint framhald af yfirlitssýningu á verkum Haraldar á Kjarvalsstöðum fyrir tveimur árum.