Mynd: Twitter

Hátt í 60 féllu í loftárásum í Sýrlandi
13.01.2021 - 15:48
Loftárásir Ísraelshers á hernaðsarlega mikilvæg skotmörk í austurhluta Sýrlands í nótt kostuðu 57 manns lífið. Þetta eru mannskæðustu árásir Ísraelsmanna á landið frá því að borgarastríðið braust þar út, að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar.
Að minnsta kosti fjórtán stjórnarhermenn féllu, ellefu liðsmenn Fatimad-herdeildanna afgönsku sem fylgja Írönum að máli og þrjátíu og tveir liðsmenn Hisbollah samtakanna frá Líbanon. Nokkrir tugir til viðbótar særðust í árásunum. Að sögn ísraelskra fjölmiðla var tilgangurinn með þeim einkum að eyðileggja vopnabúr íranskra bardagamanna í Sýrlandi.