Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Forsætisráðherra Eistlands biðst lausnar

13.01.2021 - 08:25
Erlent · Eistland · Evrópa
epa08934261 (FILE) - Estonia Prime Minister Juri Ratas arrives for a two-days face-to-face European Council summit, in Brussels, Belgium, 15 October 2020 (reissued 13 January 2021). Ratas resigned on 13 January following a property development corruption scandal involving members of the Estonian Centre Party.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET/ POOL / POOL
Juri Ratas, forsætisráðherra Eistlands. Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Juri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, baðst lausnar í morgun eftir að upplýst var að flokkur hans Miðflokkurinn sætti rannsókn í sakamáli tengdu byggingaframkvæmdum í höfuðborginni Tallin.

Forystumenn Miðflokksins komu saman í gærkvöld til þess að ræða málið og stóð fundurinn langt fram á nótt. 

Ratas kvaðst í morgun enga vitneskju hafa um þær ásakanir sem lægju til grundvallar rannsókninni eða hafa vísvitandi gert neitt rangt, en teldi réttast að segja af sér í þeim tilgangi að hjálpa til við að varpa ljósi á allar hliðar málsins. 

Ratas hefur verið forsætisráðherra Eistlands frá því síðla árs 2016.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV