Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Fjöldabólusetning að hefjast í Rússlandi

epa08675842 A Russian medical worker prepares a trial vaccine against COVID-19 for a volunteer in a post-registration phase of the test at outpatient hospital number 68 in Moscow, Russia, 17 September 2020. Russia registered the new vaccine called 'Sputnik V' against Coronavirus Sars-Cov-2 and opens the stage of its massive testing.  EPA-EFE/SERGEI ILNITSKY
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fyrirskipaði í dag að fjöldabólusetning skuli hefjast í landinu frá næstu viku. Hann sagði á fjarfundi með æðstu embættismönnum að ekkert væri því til fyrirstöðu að bólusetja alla þjóðina.

Forsetinn sagði að Rússar hefðu yfir að ráða besta bóluefni sem völ væri á gegn kórónuveirunni. Þar vísaði hann til bóluefnisins Sputnik V sem skráð var í ágúst síðastliðnum, langt á undan sambærilegum efnum sem leyfi var gefið fyrir á Vesturlöndum. Rússar hófu snemma í desember að bólusetja með Sputnik V, þrátt fyrir að þriðju umferð prófana á efninu væri enn ekki lokið.

Á fundinum í dag tilkynnti Tatyana Golikova aðstoðar-forsætisráðherra Pútín að ekkert væri því til fyrirstöðu að hefja fjöldabólusetningu strax á mánudag.