Tóku kipp af gleði þegar sýningarstjóri hleypti í sal

Tóku kipp af gleði þegar sýningarstjóri hleypti í sal

12.01.2021 - 20:17

Höfundar

Fjöldatakmarkanir fyrir sviðslistir, bíósýningar og aðra menningarviðburði, svo sem tónleika, verða rýmkaðar á morgun. Þá mega vera allt að 50 manns á sviði og sitjandi gestir í sal mega vera 100 fullorðnir og 100 börn. Rýmri reglur hafa meðal annars áhrif á leikhúsin.

Haukur Holm ræddi við Brynhildi Guðjónsdóttr leikhússtjóri Borgarleikhússins.

Eruði að fara að sýna? 

„Við erum búin að frumsýna, um síðustu helgi frumsýndum við litla barnasýningu, fuglabjargið og á laugardaginn er Gosi mættur aftur á svið, frumsýndur á litla sviði en mættur aftur á stóra sviðið og við erum hoppandi glöð.

Það eru töluverðar takmarkanir og nándartakmarkanir í sal, tveggja metra reglan sem aðallega eru vængstýfandi fyrir okkur og sem stendur er óheimilt að hafa hlé og auðvitað grímuskylda fyrir alla. Börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin. 

Við tókum kipp hérna af gleði um daginn þegar sýningarstjóri kallaði ég er að hleypa í sal og þetta er auðvitað stórkostleg tilfinning fyrir okkur. Nú bara vonum við að vel gangi.“

Frá og með morgundeginum má leikhúsið taka við 100 fullorðnum auk 100 barna.

 

Tengdar fréttir

Innlent

Hlakka til að hrífa leikhús- og tónleikagesti á ný

Sjónvarp

Rafrænir gestir Þjóðleikhússins ræða við Jonathan Pryce

Menningarefni

Fjölskylda Gísla Rúnars færir Borgarleikhúsinu gjöf