Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Repúblikanaþingmaður útilokar ekki stuðning við ákæru

epa08923660 Pro-Trump protesters storm the grounds of the US Capitol, in Washington, DC, USA, 06 January 2021. Various groups of Trump supporters have broken into the US Capitol and rioted as Congress prepares to meet and certify the results of the 2020 US Presidential election.  EPA-EFE/WILL OLIVER
 Mynd: - - EPA
Peter Meijer, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmaður Repúblikana segir ekki útilokað að hann styðji ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisglöp.

Þingmaðurinn sagði þetta í samtali við CNN fréttastofuna og að orð og athafnir forsetans á miðvikudaginn var hefðu gert hann óhæfan til að gegna embættinu.

Meijer segir forsetann hafa brugðist sem leiðtogi þegar hann hvatti fólk til að að þyrpast að þinghúsinu og bætti við að eitthvað hefði brostið innra með honum þegar það gerðist.

Trump væri sá eini sem hefði getað stöðvað ofbeldið en lýsti þess í stað yfir ást sinni á fólkinu. Meijer sagðist vilja skoða frekari gögn málsins áður en hann tekur endanlega ákvörðun en að hann sé alvarlega að íhuga að greiða atkvæði með ákæru á hendur forsetanum.