Moderna gefur grænt ljós á notkun bóluefnisins

12.01.2021 - 15:54
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Óhætt er að hefjast handa við dreifingu og bólusetningu með bóluefni Moderna gegn COVID-19. Moderna er búið að yfirfara gögn frá Distica um flutning bóluefnisins hingað til lands og leggja blessun sína yfir að það verði notað til bólusetninga.

1.200 skammtar komu hingað til lands í morgun. Þeir verða notaðir til að bólusetja framlínustarfsfólk á morgun, heilbrigðisstarfsfólk, sjúkraflutningamenn, lögreglu og starfsfólk farsóttarhússins.

Þetta voru fyrstu skammtarnir sem koma hingað til lands af bóluefni Moderna. Ráðgert er að 1.200 skammtar komi hingað til lands á tveggja vikna fresti.