Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Loðnuleit skilaði ekki árangri og ráðgjöfin óbreytt

12.01.2021 - 18:32
Mynd með færslu
 Mynd: Hafrannsóknarstofnun - RÚV
Loðnuleiðangri fimm skipa á vegum Hafrannsóknarstofnunar sem lauk um liðna helgi sýndi ekki fram á aukið magn loðnu innan lögsögunnar, þvert á móti og því þykir ljóst að ekki verði gerð breyting á ráðgjöf um leyfilegt magn loðnu á komandi vertíð.

Í desember var ráðist í loðnuleit norðan við landið og út frá þeim niðurstöðum var gefin út veiðiráðgjöf upp á 22 þúsund tonn. Ekki reyndist unnt að leita svæðið út a fVestfjörðum vegna hafíss. Því var farið aftur af stað nú í byrjun ársins til að freista þess að leita svæðið betur en eins og í desember setti hafís strik í reikninginn. 

Í mælingunum nú fannst mun minna magn en í desember. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson var vestast og kom ísinn alveg í veg fyrir mælingar við og utan við landgrunnsbrúnina á Vestfjarðamiðum. Þar varð vart við loðnu í desember. Eins lenti Bjarni Sæmundsson í ís norður af Vestfjörðum. Að öðru leyti voru aðstæður til mælinga með ágætum.Fyrirhugað er að reyna að endurtaka mælingar þegar aðstæður leyfa vegna hafíss, veðurs og útbreiðslu loðnu. 

„Verið er að vinna úr gögnum og stofnmat liggur ekki fyrir en engu að síður er orðið ljóst að ekki verði breyting á ráðgjöf sem byggði á mælingu í desember,“ segir á vef Hafrannsóknarstofnunar