Forseti Portúgals, Marcelo Rebelo de Sousa, hefur greinst með kórónuveirusmit og hefur frestað öllum opinberum athöfnum sínum. Tilkynning þessa efnis barst frá forsetaskrifstofunni í dag.
Forsetinn, sem er 72 ára, er sagður einkennalaus en í sóttkví í forsetahöllinni í Lissabon. Nú eru tvær vikur í forsetakosningar í Portúgal þar sem de Sousa þykir líklegur til endurkjörs.