
Engin miskunn er sýnd á landamærunum og síðasta sólarhring var rúmlega tvö hundruð manns vísað burt við landamæri Danmerkur að Þýskalandi. Morten Juul Hansen, lögreglumaður, segir að mörgum hafi verið vísað burt í morgun þar sem fólk þekki ekki nýju reglurnar. Ein þeirra er Anna Juhlin frá Svíþjóð sem ætlaði yfir Eyrarsundabrúna til vinnu.
Fólk sem býr í Danmörku og kemur þangað um landamærin að Svíþjóð eða Þýskalandi getur farið í próf á landamærum en verður þá að fara beina leið heim og bíða eftir niðurstöðunni. Þar hafa greinst nokkur jákvæð smit.
Næsta föstudag taka hertar reglur gildi í Bretlandi sem meðal annars fela í sér að framvísa þarf neikvæðu COVID-prófi sem ekki er eldra en sjötíu og tveggja tíma gamalt. Farþegar frá mörgum löndum þurfa þó að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins.