Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fjölda fólks vísað frá á landamærum Danmerkur

12.01.2021 - 22:06
epa05086877 The sun sets over the Oresund Bridge between Sweden and Denmark, in Malmo, Sweden, 03 January 2016. Swedish authorities on 04 January will introduce mandatory identity checks for bus and train passengers entering Sweden.  EPA/JOHAN NILSSON SWEDEN OUT
Brúin yfir Eyrarsund. Mynd: EPA - TT NEWS AGENCY
Hertar reglur tóku gildi á landamærum Danmerkur um helgina. Allir sem koma til landsins þurfa að framvísa vottorði um neikvætt COVID-próf sem má ekki vera eldra en sólarhrings gamalt. 

Engin miskunn er sýnd á landamærunum og síðasta sólarhring var rúmlega tvö hundruð manns vísað burt við landamæri Danmerkur að Þýskalandi. Morten Juul Hansen, lögreglumaður, segir að mörgum hafi verið vísað burt í morgun þar sem fólk þekki ekki nýju reglurnar. Ein þeirra er Anna Juhlin frá Svíþjóð sem ætlaði yfir Eyrarsundabrúna til vinnu.

Fólk sem býr í Danmörku og kemur þangað um landamærin að Svíþjóð eða Þýskalandi getur farið í próf á landamærum en verður þá að fara beina leið heim og bíða eftir niðurstöðunni. Þar hafa greinst nokkur jákvæð smit.

Næsta föstudag taka hertar reglur gildi í Bretlandi sem meðal annars fela í sér að framvísa þarf neikvæðu COVID-prófi sem ekki er eldra en sjötíu og tveggja tíma gamalt. Farþegar frá mörgum löndum þurfa þó að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins.