Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

WHO heldur til Kína næstkomandi fimmtudag

epa08929717 People with face masks walk around Shanghai, China, 10 January 2021. Two Chinese cities near Beijing, Shijiazhuang and Xingtai, are locked down after a spike in Covid-19 cases. Over 300 new cases of the coronavirus disease were confirmed in Hebei province this week, according to the National Health Commission of China.  EPA-EFE/ALEX PLAVEVSKI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hópur vísindamanna á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heldur til Kína á fimmtudag til að rannsaka uppruna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Áður þurfti að fresta för vísindamannanna vegna skorts á vegabréfsáritun inn í landið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá kínverskum heilbrigðisyfirvöldum, sem segja að erlendu vísindamennirnir muni starfa náið með þarlendum vísindamönnum við rannsóknir á sjúkdómnum.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV