
Á vef BBC kemur fram að öruggt sé talið að hægt verði að sækja þá í birtingu í dag, mánudag. Vonir standa til að svörtu kassarnir varpi ljósi á hvað olli því að þotan féll um tíu þúsund fet, skömmu eftir flugtak, áður en hún brotlenti á Java-hafi.
Svartir kassar flugvéla, sem svo eru kallaðir, varðveita öll gögn varðandi flugvélar og ferðir þeirra og geta gefið haldgóðar upplýsingar við rannsóknir flugslysa.
Stór hópur sem telur um 2.600 manns, vinnur að því að safna saman braki úr flugvélinni og að koma líkum þeirra sem fórust á þurrt land. Hafsvæðið þar sem sundurtætt flak flugvélarinnar liggur er grunnt, aðeins um 23 metrar, en notast er við þyrlur og báta í aðgerðunum.
Kapp verður lagt á að bera kennsl á hin látnu með aðstoð DNA-greiningar. Öll von virðist úti um að finna fólk á lífi eftir flugslysið en 62, þar af tíu börn, voru um borð í þotunni sem var á leið frá Jakarta á Indónesíu til eyjarinnar Borneó.