
Indverjar hefja bólusetningar næstkomandi laugardag
Í frétt AFP-fréttastofunnar segir að til standi að 300 milljónir verði bólusettar fyrir mitt ár. Þegar hafa tvö bóluefni fengið neyðarleyfi í landinu, efni AstraZeneca og innlent efni frá Bharat Biotech.
Ætlunin er að 30 milljón heilbrigðis- og framlínustarfsmenn verði þau fyrstu til að njóta góðs af þeim. Strax á hæla þeirra kemur svo 270 milljóna hópur fólks yfir fimmtugu og í áhættuhópum.
Ríflega 150 þúsund starfsmenn hafa verið sérþjálfuð til starfans og indversk stjórnvöld hafa haldið æfingar til að tryggja að flutningur bóluefna og bólusetningin sjálf gangi snurðulaust fyrir sig.
Verkefnið er þó óárennilegt, enda vegakerfi víða í molum og heilbrigðiskerfið lítt fjármagnað. Horft verður til reynslunnar af því að halda fjölmennar kosningar og reglulegar bólusetningum við lömunarveiki og berklum hjá börnum.