Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Chad Wolf, ráðherra heimavarna, segir af sér embætti

epa08932163 (FILE) - Acting Secretary of Homeland Security Chad Wolf is sworn in before the Senate Homeland Security and Governmental Affairs committee during his confirmation hearing on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 23 September 2020 (Reissued 11 January 2021). Chad wolf is stepping down from his role as Acting Secretary of Homeland Security. Pete Gaynor, Administrator of the Federal Emergency Management Agency (FEMA) will become acting DHS secretary.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Chad Wolf ráðherra heimavarna í Bandaríkjunum sagði af sér embætti í dag að því er kemur fram í upplýsingum frá ráðuneytinu. Að sögn heimildamanns AFP fréttastofunnar tekur afsögn ráðherrans gildi á miðnætti.

Wolf hefur ekki upplýst um ástæður afsagnar sinnar en segir Pete Gaynor, framkvæmdastjóri almannavarnarstofnunarinnar FEMA, tæki við af honum. Hann verður þar með þriðji ráðherra Trump-stjórnarinnar til að láta af embætti.

Chad Wolf var mikill bandamaður Donalds Trump forseta en var mjög harðorður í hans garð eftir árás stuðningsmanna hans á þinghúsið. Wolf sagði ofbeldi aldrei vera leið til að ná pólítískum markmiðum. 

Áhyggjur eru uppi um að vopuð átök brjótist út við innsetningarathöfn Joe Bidens 20. janúar næstkomandi en ráðuneyti heimavarna hefur yfirumsjón með öryggismálum við athöfnina.