Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

BioNTech eykur afköstin

11.01.2021 - 14:19
epa08376919 (FILE) - A view of signage of German biopharmaceutical company BionTech in Mainz, Germany, 18 March 2020 (reissued 22 April 2020). Reports on 22 April 2020 state the German regulatory body Paul-Ehrlich-Institute in a statement said they have authorized the first clinical trial of a vaccine against COVID-19 in Germany, developed by Biontech and US-based Pfizer. The Paul-Ehrlich-Institute also said 'it is a result of a careful assessment of the potential risk/benefit profile of the vaccine candidate.'  EPA-EFE/RONALD WITTEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þýska líftæknifyrirtækið BioNTech áformar að framleiða á þessu ári tvo milljarða bóluefnisskammta gegn kórónuveirunni, sem vísindamenn þess þróuðu í samvinnu við starfsfélaga sína hjá bandaríska lyfjarisanum Pfizer. Bóluefnið er hið fyrsta sem heimilað var að nota á Vesturlöndum.

Samkvæmt fyrri áætlunum BioNTech var áformað að framleiða einn komma þrjá milljarða skammta af lyfinu. Áformað er að opna nýja verksmiðju fyrirtækisins í Marburg í Þýskalandi í næsta mánuði, sem á eftir að auka afkastagetuna umtalsvert.