Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Alma, Þórólfur, Rögnvaldur og Gylfi á upplýsingafundi

Mynd með færslu
 Mynd: Almannavarnir
Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar verður haldinn í dag. Fundurinn hefst, venju samkvæmt, klukkan 11 og honum verður sjónvarpað beint á RÚV og vefnum ruv.is.

Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu faraldursins hér á landi á fundinum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn stýrir fundinum.

Gestur fundarins verður Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúss.

Fundinum verður útvarpað á Rás 2 og hann túlkaður á pólsku á RÚV 2.