
45 vilja stýra samskiptateymi Reykjavíkurborgar
Fjalar Sigurðsson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er einnig meðal umsækjenda sem og Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnarndi.
Staðan var auglýst laus til umsóknar í byrjun desember. Kjarninn fjallaði um launakostnað vegna upplýsingaveitingar á vegum borgarinnar skömmu fyrir jól. Þar kemur fram að níu stöðugildi eru á vegum borgarinnar vegna upplýsingagjafar til almennings, fjölmiðla og fleiri.
Í auglýsingunni er starfi teymisstjóra lýst sem svo: „Samskiptateymi er staðsett á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og fer með faglega forystu varðandi framsækni og framþróun í upplýsingagjöf, vöktun, miðlun og samskiptum borgarinnar við starfsfólk, íbúa, fjölmiðla og gesti borgarinnar og vinnur að því að Reykjavíkurborg sé í fararbroddi á þessu sviði. Í samskiptateymi starfa sérfræðingar á sviði upplýsingamála. Helstu verkefni og ábyrgð sem felst í starfinu er innleiðing og eftirfylgni samskipta- og upplýsingastefnu borgarinnar, stjórnun og dagleg ábyrgð á starfsemi og rekstri samskiptateymis, fagleg uppbygging og þróun samskiptateymis,“ sagði í auglýsingunni.
Alls bárust 45 umsóknir um starfið. Þeir sem sóttu um eru í stafrófsröð:
- Anna Caroline Wagner, ferðaráðgjafi.
- Anna Katrín Valdimarsdóttir,senior verkefnastjóri.
- Anna Þóra Ísfold Rebekkudóttir,viðskiptafræðingur.
- Árdís Rut Hlífar Einarsdóttir, lögfræðingur.
- Ásgrímur Sigurðsson,s tarfræn samskipti / nýmiðlasérfræðingur.
- Ásta Gísladóttir, þýðandi.
- Berglind Hallgrímsdóttir, sérfræðingur.
- Bergþóra Guðbergsdóttir, deildarstjóri.
- Borgþór Ásgeirsson, verkefnastjóri.
- Carlos Prieto Casquero, sagn- og bókmenntafræðingur.
- Daníel Friðriksson, hótelstjóri.
- Davíð Eldur Baldursson, ritstjóri.
- Davíð Freyr Þórunnarson, menningarstjórnandi
- Eygló Hallgrímsdóttir, mannauðsstjóri.
- Fanný S Cloé Goupil Thiercelin, umsjónarmaður.
- Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri.
- Guðbjörg Ómarsdóttir, forstöðumaður.
- Guðmundur Bjarni Benediktsson, ferðaráðgjafi.
- Gunnar Kristinn Sigurðsson, viðskiptafræðingur.
- Gunnar Þorri Þorleifsson, grunnskólakennari.
- Haraldur Líndal Haraldsson, samskiptaráðgjafi.
- Heiðdís Einarsdóttir, menningarmiðlari.
- Helena Ólafsdóttir, íþróttakennari og þáttastjórnandi.
- Hildur Kristinsdóttir, verkefnastjóri .
- Hrund Þórsdóttir, fréttastjóri.
- Hulda B. Kjærnested Baldursdóttir, sérfræðingur.
- Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi.
- Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi.
- Kristinn Árnason, markaðsráðgjafi.
- Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi útgefandi og aðalritstjóri 365 miðla og Fréttablaðsins
- Kristján Ó Davíðsson, íþróttastjóri KLÍ.
- Lilja Björk Hauksdóttir, verkefnastjóri.
- Lilja Katrín Gunnarsdóttir, blaðamaður.
- Lúna Grétudóttir, yogakennari og þjálfari.
- Magnús Sigurðsson, lögfræðingur.
- Marcin Zembrowski, sérfræðingur í leyfismálum.
- Pálmi Jónasson, MBA/fréttamaður.
- Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir, deildarstjóri.
- Ragnheiður S Kjartansdóttir, verkefnastjóri.
- Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill.
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður.
- Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri.
- Stefán Árni Pálsson, fjölmiðlamaður.
- Steingrímur Sigurgeirsson, stjórnsýslufræðingur.
- Þór Elíasson Bachmann, verkefnisstjóri.