Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Þyrla Gæslunnar sótti slasaða göngukonu

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar í Móskarðshnúka um klukkan tvö í dag vegna slasaðrar göngukonu sem þar var á ferð. Beiðni um aðstoð barst Gæslunni í gegnum Neyðarlínuna.

Ekki fengust upplýsingar um meiðsli konunnar eða hvernig hún slasaðist, en hún var á göngu ásamt annarri konu þegar hún slasaðist.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir