Frá og með morgundeginum taka nýjar sóttvarnareglur gildi við landamæri Eistlands. Samkvæmt þeim verða farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem ekki þurfa að fara í kórónuveiruskimun við komuna til landsins.
Til þess að komast hjá skimun við komuna til Eistlands er miðað er við að fólk komi frá löndum þar sem nýgengi innanlandssmita er lægri en 50, en það er sá fjöldi smita sem hefur greinst á hverja 100.000 íbúa undanfarna 14 daga. Nýgengi innanlandssmita er nú 20,5 hér á landi.