Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Íslendingar undanþegnir skimun Eista

10.01.2021 - 21:33
epa08338984 A medical doctor performs af mouth swab on a patient to be tested for novel coronavirus disease (COVID-19) in a new tent extension of the Danish National Hospital Rigshospitalet in Copenhagen, Denmark, 02 April 2020.  EPA-EFE/NIELS CHRISTIAN VILMANN  DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - Ritzau-Scanpix
Frá og með morgundeginum taka nýjar sóttvarnareglur gildi við landamæri Eistlands. Samkvæmt þeim verða farþegar sem koma frá Íslandi þeir einu sem ekki þurfa að fara í kórónuveiruskimun við komuna til landsins.

Til þess að komast hjá skimun við komuna til Eistlands er miðað er við að fólk komi frá löndum þar sem nýgengi innanlandssmita er lægri en 50, en það er sá fjöldi smita sem hefur greinst á hverja 100.000 íbúa undanfarna 14 daga. Nýgengi innanlandssmita er nú 20,5 hér á landi.

Þessar reglur verða endurskoðaðar á viku fresti samkvæmt frétt á vefsíðu utanríkisráðuneytis Eistlands.
 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir