Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Segjast tilbúnir að taka á móti sérfræðingum WHO

epa08215111 A doctor checks oxygen saturation of a patient at Jinyintan Hospital, designated for critical COVID-19 patients, in Wuhan, Hubei province, China, 13 February 2020. The city, the epicenter of the novel coronavirus outbreak, reported 13,436 new cases of COVID-19 on 12 February only, after the city combed communities for patients and expanded the capacity to take them in. The disease caused by the SARS-CoV-2 has been officially named Covid-19 by the World Health Organization (WHO). The outbreak, which originated in the Chinese city of Wuhan, has so far killed at least 1,369 people with over 60,000 infected worldwide, mostly in China.  EPA-EFE/YUAN ZHENG CHINA OUT
 Mynd: EPA-EFE - FeatureChina
Heilbrigðisyfirvöld í Kína lýstu því yfir í morgun að undirbúningur fyrir komu fjölþjóðlegrar rannsóknarnefndar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, WHO, til Wuhan væri í fullum gangi. Nefndinni er ætlað að grennslast fyrir um uppruna COVID-19, sem greindist fyrst í þessari kínversku stórborg síðla árs 2019.

Nokkuð er um liðið frá því að samkomulag náðist um að Alþjóða heilbrigðisstofnunin sendi tíu manna sérfræðingahóp til Wuhan í þessu skyni. Svo mikill dráttur hefur þó orðið á efndum Kínverja að Tedros Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sendi frá sér yfirlýsingu á þriðjudag þar sem hann lýsti „miklum vonbrigðum" með seinaganginn og tafirnar.

Í morgun tilkynnti svo aðstoðarheilbrigðisráðherra Kína, Zeng Yixin, að allt væri klárt í Wuhan fyrir komu sérfræðingahópsins, einungis ætti eftir að ganga frá endanlegum komutíma með formlegum hætti. „Um leið og sérfræðingarinr ljúka við að ganga frá formsatriðum og staðfesta dagskrána, þá förum við saman til Wuhan til rannsóknarstarfa," sagði ráðherrann.

„Við bíðum nú eftir að sérfræðingar Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar komi til borgarinnar og höfum séð til þess að viðeigandi hópar sérfræðinga verði á staðnum til að taka á móti þeim."