Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Rafmagnslaust á Kirkjubæjarklaustri

09.01.2021 - 08:48
Mynd með færslu
 Mynd:
Rafmagnslaust varð á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni snemma í morgun. Rétt fyrir klukkan fimm fóru Sigöldulína 4 og Prestbakkalína 1 línur út og í kjölfarið varð rafmagnslaust út frá tengivirkinu á Prestbakka  á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. Ekki hefur tekist að koma línunum inn aftur að því segir í tilkynningu frá Landsneti en í morgun voru menn á leið á staðinn til að kanna aðstæður og verið var að keyra varaafl upp á svæðinu. Vonskuveður hefur verið þar eins og víðar á austanverðu landinu.

Þá varð rafmagnsbilun við sunnanverðan Fáskrúðsfjörð um átta í morgun og þar er verið að leita að bilun. Rafmagnslaust varð í nokkrar mínútur í Breiðsla vegna bilunar milli Breiðdalsvíkur og Teigarhorns en Breiðdalur fær nú rafmagn um Stöðvarfjörð og ekki er von á frekara rafmagnsleysi þar samkvæmt vef RARIK. 

 

uppfært: Rafmagn komst á um áttaleytið í  morgun á Kirkjubæjarklaustri. 
 

 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV