Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mikill viðbúnaður vegna áreksturs á Hafnarfjarðarvegi

09.01.2021 - 22:48
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Umferðarslys varð á Hafnarfjarðarvegi á ellefta tímanum í kvöld, í göngunum undir Kópavogshálsinn. Er Hafnarfjarðarvegurinn lokaður í suðurátt og umferð beint yfir hálsinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu rákust minnst fjórir bílar saman og mikill viðbúnaður var á slysstað, jafnt frá lögreglu sem slökkviliði. UPPFÆRT kl. 22.55: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu urðu engin slys á fólki við áreksturinn.

Vakin skal athygli á því að mikil hálka er á Hafnarfjarðarveginum og víðar á höfuðborgarsvæðinu.
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV