Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

62 talin af eftir að farþegaþota hrapaði við Jakarta

09.01.2021 - 23:14
Erlent · Asía · flugslys · Indónesía
epa08929080 An Indonesian search and rescue staff installs a police barrier tape line at Tanjung Priok port in Jakarta, Indonesia, late 09 January 2021. According to an airline spokesperson, contact to Sriwijaya Air flight SJ182 was lost on 09 January 2021 shortly after the aircraft took off from Jakarta International Airport while en route to Pontianak in West Kalimantan province. A search and rescue operation is under way.  EPA-EFE/MAST IRHAM
Leitar- og björgunarlið gerir sig klárt til leitar við höfnina í Djakarta Mynd: EPA-EFE - EPA
Farþegaþota með 62 manns innanborðs er talin hafa hrapað í hafið skömmu eftir flugtak í Jakarta á laugardag dag. Gögn flugumferðarstjórnar sýna að vélin, 26 ára gömul Boeing 737-500 vél frá flugfélaginu Sriwijaya, tók snarpa dýfu um það bil fjórum mínútum eftir að hún tók á loft frá Soekarno-Hatta-alþjóðaflugvellinum í Jakarta.

Samgönguráðherra Indónesíu, Budi Karya Sumadi, greindi frá því á fréttamannafundi að 62 hafi verið um borð, þar á meðal 10 börn. Flak vélarinnar er ófundið en brak hefur fundist nærri vinsælum ferðamannaeyjum skammt undan strönd höfuðborgarinnar. Leit var hafin þegar í stað og stendur enn. 

Vélin var á leið til borgarinnar Pontianak á indónesíska hluta eyjunnar Súmötru. Hún var komin í nær 11.000 feta hæð þegar hún tók dýfuna og lækkaði niður í 250 fet á innan við mínútu áður en hún hvarf af ratsjám og samband rofnaði við flugumferðastjórn, samkvæmt vefsíðunni FlightRadar24. Í frétt AFP segir að hvorki yfirvöld né talsmenn flugfélagsins hafi gefið nokkuð upp um mögulegar orsakir slyssins.