Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Twitter lokar á tístin frá Trump

epa08923137 Supporters of US President Donald J. Trump attend a rally named 'Trump Victory Caravan II' in front of the Freedom Tower in Downtown Miami, Florida, USA, 06 January 2021.. The rally is organized by the group 'Cubans 4 Trump' to show their support for President Trump as US lawmakers are set to confirm the Electoral College vote won by Joe Biden.  EPA-EFE/CRISTOBAL HERRERA-ULASHKEVICH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter, helsta vettvangs Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta fyrir skoðanir sínar og skilaboð til þjóðarinnar, tilkynntu í kvöld að aðgangi forsetans að miðlinum hafi verið lokað og að hann verði lokaður til frambúðar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé gert vegna hættu á frekari ofbeldisverkum í kjölfar árásar stuðingsfólks Trumps á þinghúsið í Washington á miðvikudag, þegar báðar þingdeildir ræddu staðfestingu á kjöri Bidens í embætti forseta.

„Eftir ítarlega skoðun á nýlegum færslum á aðgangi Donalds Trumps," segir í tilkynningunni, „höfum við lokað aðganginum til frambúðar, vegna hættunnar á frekari eggjun til ofbeldis."

Sjá einnig: https://www.ruv.is/frett/2021/01/07/facebook-uthysir-trump

Mark Zuckerberg, forstjóri og eigandi Facebook og Instagram, tilkynnti í gær að aðgangi forsetans að þeim miðlum yrði lokað, í það minnsta fram yfir valdaskiptin 20. janúar.