Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Sigurbjörn Árni velur mest aðlaðandi mótherjann

Mynd: RÚV / RÚV

Sigurbjörn Árni velur mest aðlaðandi mótherjann

08.01.2021 - 08:14

Höfundar

Í Stjörnustríðsútgáfu Gettu betur þurfa keppendur oft á spreyta sig á spurningum þar sem svörin finnast ekki með bókalestri eða utanbókarminni. Á meðal flokka má nefna persónulegar spurningar, vandræðalegar spurningar og heimskulegar spurningar.

Stjörnustríð er skemmtiþáttur í anda Gettu betur þar sem þekkt andlit úr sögu þáttanna, spyrlar, spurningahöfundar, stigaverðir og keppendur snúa aftur auk keppnisliða úr óvæntum áttum. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari og landsþekktur íþróttalýsandi, er einn af keppendum kvöldsins. Hann er einn af liðsmönnum Gettu betur-liðsins svokallaða sem mætir Söngskólanum í viðureign kvöldsins. 

Sigurbjörn Árni fékk það vandasama verk að svara persónulegri spurningu þar sem hann átt að velja fallegasta mótherjann. Valið stóð á milli Benedikts Valssonar, Hannesar Óla Ágústssonar og Völu Guðnadóttur. Þrátt fyrir erfitt val átti Sigurbjörn Árni ekki í nokkrum vandræðum með að velja mest aðlaðandi mótherjann. 

Spyrill kvöldsins er Logi Bergmann Eiðsson, umsjónarmaður og dómari er Örn Úlfar Sævarsson og heiðursdómari er Margrét Erla Maack. 

Gettu betur - Stjörnustríð er á dagskrá RÚV í kvöld klukkan 19.40