Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Níu greindust með virkt smit á landamærunum

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
Alls greindust 9 með virkt smit á landamærunum í gær og 7 bíða eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Aðeins tveir greindust með innanlandssmit og voru þeir báðir í sóttkví.

Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru allir þeir sem greindust á landamærunum með íslenska kennitölu.

Töluverður fjöldi fólks fór til útlanda yfir hátíðirnar en er nú að snúa aftur heim. Faraldurinn hefur verið í örum vexti í nágrannalöndunum, meðal annars í Bretlandi og Danmörku þar sem gripið hefur verið til hertra aðgerða.

Jafn mörg smit hafa greinst á landamærunum síðustu tvær vikur og hafa greinst innanlands. 

 
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV